VIÐ SENDUM FÉLAGSFÓLKI OKKAR GÓÐAR KVEÐJUR Í TILEFNI AF ALÞJÓÐLEGUM BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS ÞANN 1. MAÍ
Við hvetjum félagsfólk til þess að fjölmenna á kröfugöngu og taka þátt í hátíðardagskrá.
Dagskrá á Akureyri 2024
Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri miðvikudaginn 1. maí
13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
- Kynnir er Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju
- Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna
- Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
- Ívar Helgason tekur lagið
Kaffihressing að dagskrá lokinni
Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin
Dagskrá í Fjallabyggð 2024
Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði miðvikudaginn 1. maí kl. 14:30 – 17:00
Ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna og kaffiveitingar
Höfum áhrif og berjumst fyrir auknum réttindum á vinnumarkaði
Ég þakka fyrir þau lífsgæði sem kjarabarátta hefur skilað fólkinu í landinu!
Ég fagna því að tilheyra stéttarfélagi sem stendur vörð um minn rétt!